Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 23. janúar 2021 21:40
Victor Pálsson
Ítalía: Fiorentina lagði botnliðið
Mynd: Getty Images
Fiorentina vann olli engum vonbrigðum í Serie A í kvöld er liðið spilaði við botnlið Crotone á heimavelli í 19. umferð.

Crotone hefur verið versta lið deildarinnar hingað til og var á botninum með 12 stig eftir fyrstu 18 leikina.

Fiorentina tókst að ná í stigin þrjú á eigin heimavelli en þeir Giacomo Bonaventura og Dusan Vlahovic sáu um að skora mörkin í 2-1 sigri. Simy tókst að minnka muninn fyrior Crotone í seinni hálfleik en lengra komust gestirnir ekki.

Crotone er enn á botninum en Fiorentina lyfti sér upp í 12. sætið og er með 21 stig.

Fyrr í kvöld gerði Inter markalaust jafntefli gegn Inter og topplið AC Milan tapaði gegn Atalanta.

Fiorentina 2 - 1 Crotone
1-0 Giacomo Bonaventura ('20)
2-0 Dusan Vlahovic ('32)
2-1 Simy ('66)

Udinese 0 - 0 Inter

AC Milan 0 - 3 Atalanta
0-1 Cristian Romero
0-2 Josip Ilicic
0-3 Duvan Zapata
Athugasemdir
banner
banner
banner