Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. janúar 2025 20:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Chris Wood framlengir við Nottingham Forest
Mynd: Getty Images
Chris Wood hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Nottingham Forest en félagið greindi frá því í kvöld.

Wood hefur átt stórkostlegt tímabil en hann hefur skorað 14 mörk í 22 leikjum í úrvalsdeildinni. Liðið hefur komið gríðarlega mikið á óvart en liðið situr í 3. sæti deildarinnar.

Samningur hans var að renna út eftir tímabilið en hann fylgir í fótspor Murillo sem framlengdi samning sinn við félagið á dögunum.

Wood bætti félagsmet á tímabilinu en hann hefur skorað 29 mörk í búningi Forest sem eru fleiri mörk en nokkur annar hefur skorað.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner