Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. janúar 2025 20:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Postecoglou vill komast beint áfram til að fá nauðsynlegt frí
Mynd: EPA
Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, var virkilega ánægður með 2-3 sigur liðsins gegn Hoffenheim í Evrópudeildinni í kvöld.

„Það er ekki auðvelt að vinna á útivelli í Evrópu, ég horfði á Meistaradeildina í gær og það var aðeins einn útisigur. Hrós á strákana, þeir spiluðu stórkostlega í fyrri hálfleik. Við virkuðum svolítið þreyttir íi seinni hálfleik en náðum að klára þetta og Son skoraði auka mark til að gefa okkur smá slaka," sagði Postecoglou.

„Skólastrákarnir voru á vellinum í lokin og þetta var frábær sigur."

Liðið komst upp í 4. sæti með sigri. Liðið hefur verið að berjast mikið við leikbönn en liðið fengi kærkomið frí ef það endar í einu af átta efstiu sætunum.

„Þetta gefur okkur góða möguleika á því að enda í einu af átta efstu sætunum sem myndi gefa okkur auka vikufrí, það er nánast jafn gott og að komast áfram," sagði Postecoglou.

„Þetta er frábær staða, við viljum enda í einu af átta efstu sætunum því það gefur okkur vikufrí og hvíld frá þessu leikjaprógrammi sem við höfum verið í."
Athugasemdir
banner
banner
banner