Framtíð Alejandro Garnacho leikmanns Manchester United er í óvissu en hann spilaði allan leikinn gegn Rangers í Evrópudeildiinni í kvöld.
Garnacho hefur verið eftirsóttur í janúar en United hefur hafnað 50 milljón evra tilboði frá Napoli.
Þá greindi Fabrizio Romano frá því að Chelsea ætli að gera tilboð í hann en Man Utd vill fá 70 milljónir evra.
Ruben Amorim var spurður út í framtíð Garnacho eftir leikinn í kvöld en hann svaraði því þannig að hann vissi ekki hvað verður um hann.
„Einbeitum okkur að leikjunum, bætum liðið og hugsum um leikmennina sem eru hérna. Við vitum ekki hvað gerist þangað til glugginn lokar," sagði Amorim.
Athugasemdir