Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 23. febrúar 2024 13:59
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Íslands - Sveindís byrjar og breytingarnar þrjár
Icelandair
Sveindís Jane kemur inn á hægri kantinn
Sveindís Jane kemur inn á hægri kantinn
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Íslenska kvennalandsliðið mætir Serbíu í fyrri leik liðanna í umspili Þjóðadeildarinnar klukkan 15:00 í dag, en leikurinn er spilaður á Sport Center FA of Serbia, vellinum í Stara Pazova.

Lestu um leikinn: Serbía 1 -  1 Ísland

Þorsteinn Halldórsson hefur valið byrjunarlið sitt fyrir leikinn og er það nákvæmlega eins og Fótbolti.net spáði fyrir um.

Hann gerir þrjár breytingar frá 1-0 sigrinum á Dönum. Telma Ívarsdóttir kemur í stað Fanneyjar Ingu Birkisdóttur og þá kemur Sveindís Jane Jónsdóttir á hægri kantinn fyrir Öglu Maríu Albertsdóttur.

Ingibjörg Sigurðardóttir kemur þá inn fyrir Guðnýju Árnadóttur í vörnina.


Athugasemdir
banner
banner
banner