Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 23. febrúar 2024 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Bellingham snýr aftur í byrjun mars
Mynd: EPA
Spænska félagið Real Madrid býst við að enski miðjumaðurinn Jude Bellingham verði orðinn heill af meiðslum er liðið mætir Valencia í byrjun mars.

Bellingham, sem er markahæsti leikmaður Madrídinga á tímabilinu, meiddist í leik gegn Girona þann 10. febrúar.

Hann hefur ekkert verið með liðinu síðan en vonast er til þess að hann geti byrjað að æfa á fullu á næstu dögum.

Englendingurinn hefur síðustu vikur verið að glíma við óþægindi í ökkla og munu því Madrídingar ekki flýta fyrir endurhæfingaferlinu.

Áætlað er að hann verði orðinn klár fyrir leikinn gegn Valencia sem fer fram 2. mars.

Real Madrid er með sex stiga forystu á toppnum í La Liga og er þá komið með annan fótinn í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner