fim 23. mars 2023 17:57
Brynjar Ingi Erluson
Mbappe skilur reiði Griezmann - „Líklega sá mikilvægasti í þjálfaratíð Deschamps"
Mynd: EPA
Franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe segist sýna því mikinn skilning að Antoine Griezmann, liðsfélagi hans í franska landsliðinu, sé brjálaður yfir því að hafa ekki fengið fyrirliðabandið fyrir undankeppni Evrópumótsins.

Didier Deschamps, þjálfari franska liðsins, ákvað fyrir undankeppni Evrópumótsins að gera Mbappe að fyrirliða en Hugo Lloris hafði sinnt þessu hlutverki síðustu ár áður en hann lagði landsliðshanskana á hilluna.

Griezmann er brjálaður yfir ákvörðun Deschamps og er sagður íhuga að hætta að spila fyrir landsliðið.

Mbappe var spurður út Griezmann og hvernig hann hefði tekið þessu, en hann segist skilja landa sinn afar vel.

„Ég talaði við Antoine. Hann var vonsvikinn að vera ekki gerður að fyrirliða og það er skiljanlegt. Ég sagði við hann að ég hefði brugðist eins við. Hann er líklega mikilvægasti leikmaðurinn í þjálfaratíð Deschamps. Hann er með reynsluna og ef hann hefur eitthvað að segja þá mun ég setjast niður og hlusta,“ sagði Mbappe við L'Equipe.
Athugasemdir
banner
banner
banner