Isak, De Bruyne, Kane, Sancho, Dibling, Semenyo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. mars 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Emi Martínez haldið hreinu í 36 af 50 landsleikjum
Mynd: EPA
Argentínski landsliðsmarkvörðurinn Emiliano Martínez hélt hreinu enn eina ferðina er Argentína lagði Úrúgvæ að velli í undankeppni Suður-Ameríkuþjóða fyrir HM um helgina.

Martínez hafði ekki mikið að gera í leiknum enda með gríðarlega öfluga varnarlínu fyrir framan sig.

Argentína hefur verið afar þétt og skipulagt lið undanfarin ár og hefur Martínez átt stóran þátt í velgengni landsliðsins. Honum hefur tekist að halda hreinu í 36 af 50 keppnisleikjum sínum með A-landsliðinu sem er ótrúleg tölfræði.

Argentína er ríkjandi heims- og Suður-Ameríkumeistari. Argentína hefur unnið síðustu tvö Suður-Ameríkumót í röð en fyrir það hafði þjóðin ekki sigrað keppnina síðan 1993, eða í tæp 30 ár.

Hinn 32 ára gamli Martínez hefur unnið til ótal einstaklingsverðlauna á síðustu árum og er talinn vera einn af allra bestu markvörðum heims.
Athugasemdir
banner
banner