Dai Yongge eigandi Reading fær tæplega tvær vikur til að selja félagið eftir að hafa fallið á eigendaprófi ensku neðrideildanna. Hann hefur tíma til 4. apríl til að ljúka sölunni.
Yongge hefur reynt að selja Reading í rúmt ár án árangurs. Ýmsir aðilar hafa reynt að taka yfir félagið en allar þær tilraunir hafa mistekist.
Mögulegt er að stjórn ensku neðrideildanna muni selja félagið fyrir Yongge, takist honum sjálfum ekki að selja það fyrir sett tímamörk.
Reading hefur verið í frjálsu falli undir eignahaldi Yongge en liðið situr í áttunda sæti League One deildarinnar sem stendur eftir tíu leiki í röð án taps.
Yongge keypti Reading fyrir átta árum síðan og byrjuðu fjárhagsvandamál að gera vart við sig tímabilið 2021-22, þegar stig voru dregin af Reading vegna brota á fjármálareglum enska boltans.
Í fyrra var greint frá því þegar Reading hafði ekki efni á að hita upp æfingavöllinn eða borga mat fyrir leikmenn áður en félagið seldi háþróað æfingasvæði sitt til nágrannafélagsins Wycombe Wanderers, sem leikur í sömu deild og Reading, á útsöluverði.
Athugasemdir