Osimhen efstur á blaði hjá Man Utd - Aukin samkeppni um Cunha - Tottenham gæti reynt við Rashford
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
Dóri Árna: Hefði sagt það sama við þig
Óli Valur: Töluvert minna baul en ég bjóst við
Heimir Guðjóns eftir fyrsta stigið: Einhverstaðar verðum við að byrja
Jökull: Svona 300 augnablik sem maður getur tekið
Höskuldur hetjan í lokin: Var búinn að hlaða fótinn helvíti illa
Óskar Hrafn: Ég er alltaf geggjaður
Túfa: Verð gráhærður að bíða eftir að liðið haldi hreinu
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net á laugardagskvöld
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
Thelma Karen: Unnum okkur hægt og rólega inn í leikinn
Nik um meiðsli Barbáru: Líklega úlnliðsbrot
Jóhannes Karl: Þurfum að fara hugsa okkar gang
Áslaug Dóra skoraði þrennu: Eitt af markmiðunum mínum að vera sterkari inn í teig
Rúnar Kristins: Við erum góðir en ekki orðnir svakalega góðir
Næsta áskorun Kára í bikarnum - „Var mjög stressaður fyrir því"
Magnús Már: Það eru einhver nöfn á borðinu
   mið 23. apríl 2025 20:44
Þorsteinn Haukur Harðarson
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Ég er svekktur með úrslitin og svekktur með byrjunina hjá okkur í þessum leik. Við byrjuðum passívir og náðum ekki að klukka þá," sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir tap gegn Val í kvöld. 

Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 KA

"Það tók okkur 20 mínútur að verða við sjálfir og eftir það fannst mér við verða flottir. En þá var Valur búinn að skora. Seinni hálfleikurinn var að mörgu leyti fínn en við fáum ekki mörg stig á móti toppliðum á útivelli ef við fáum á okkur 3-4 mörk. Það er á hreinu."

KA liðið átti þrátt fyrir allt ágætis spretti í leiknum. "Það kom trú þegar við fengum mark og við höfum verið að skapa í leikjunum. Sóknarleikurinn er ekki vandamálið heldur er það varnarleikur liðsins sem þarf að verða betri. Það er ekkert panikk þó þú tapir á móti Víkingi og Val á útivelli en frammistaðan þarf að vera betri."

Næst ræddum við framhaldið í mótinu. "Við munum vaxa inn í mótið. Við fáum leikmenn seint inn og lendum í því að vera með 9-11 leikmenn meidda í nánast allan vetur. Þetta mun koma en við þurfum fyrst að laga varnarleikinn."

Talandi um leikmenn á meiðslalistanum. Einn þeirra er Viðar Örn Kjartansson sem hefur misst af seinustu leikjum vegna meiðsla. "Hann er að koma til. Hann er að byrja að vera með á æfingum og hleypur á fullu svo það er stutt í hann."

Þá segist Hallgrímur ekki gera ráð fyrir frekari styrkingu áður en glugginn lokar í næstu viku."Nei ég býst ekki við því."


Athugasemdir
banner