Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
banner
   mið 23. apríl 2025 20:44
Þorsteinn Haukur Harðarson
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Ég er svekktur með úrslitin og svekktur með byrjunina hjá okkur í þessum leik. Við byrjuðum passívir og náðum ekki að klukka þá," sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir tap gegn Val í kvöld. 

Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 KA

"Það tók okkur 20 mínútur að verða við sjálfir og eftir það fannst mér við verða flottir. En þá var Valur búinn að skora. Seinni hálfleikurinn var að mörgu leyti fínn en við fáum ekki mörg stig á móti toppliðum á útivelli ef við fáum á okkur 3-4 mörk. Það er á hreinu."

KA liðið átti þrátt fyrir allt ágætis spretti í leiknum. "Það kom trú þegar við fengum mark og við höfum verið að skapa í leikjunum. Sóknarleikurinn er ekki vandamálið heldur er það varnarleikur liðsins sem þarf að verða betri. Það er ekkert panikk þó þú tapir á móti Víkingi og Val á útivelli en frammistaðan þarf að vera betri."

Næst ræddum við framhaldið í mótinu. "Við munum vaxa inn í mótið. Við fáum leikmenn seint inn og lendum í því að vera með 9-11 leikmenn meidda í nánast allan vetur. Þetta mun koma en við þurfum fyrst að laga varnarleikinn."

Talandi um leikmenn á meiðslalistanum. Einn þeirra er Viðar Örn Kjartansson sem hefur misst af seinustu leikjum vegna meiðsla. "Hann er að koma til. Hann er að byrja að vera með á æfingum og hleypur á fullu svo það er stutt í hann."

Þá segist Hallgrímur ekki gera ráð fyrir frekari styrkingu áður en glugginn lokar í næstu viku."Nei ég býst ekki við því."


Athugasemdir
banner