Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
banner
   mið 23. apríl 2025 20:44
Þorsteinn Haukur Harðarson
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Ég er svekktur með úrslitin og svekktur með byrjunina hjá okkur í þessum leik. Við byrjuðum passívir og náðum ekki að klukka þá," sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir tap gegn Val í kvöld. 

Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 KA

"Það tók okkur 20 mínútur að verða við sjálfir og eftir það fannst mér við verða flottir. En þá var Valur búinn að skora. Seinni hálfleikurinn var að mörgu leyti fínn en við fáum ekki mörg stig á móti toppliðum á útivelli ef við fáum á okkur 3-4 mörk. Það er á hreinu."

KA liðið átti þrátt fyrir allt ágætis spretti í leiknum. "Það kom trú þegar við fengum mark og við höfum verið að skapa í leikjunum. Sóknarleikurinn er ekki vandamálið heldur er það varnarleikur liðsins sem þarf að verða betri. Það er ekkert panikk þó þú tapir á móti Víkingi og Val á útivelli en frammistaðan þarf að vera betri."

Næst ræddum við framhaldið í mótinu. "Við munum vaxa inn í mótið. Við fáum leikmenn seint inn og lendum í því að vera með 9-11 leikmenn meidda í nánast allan vetur. Þetta mun koma en við þurfum fyrst að laga varnarleikinn."

Talandi um leikmenn á meiðslalistanum. Einn þeirra er Viðar Örn Kjartansson sem hefur misst af seinustu leikjum vegna meiðsla. "Hann er að koma til. Hann er að byrja að vera með á æfingum og hleypur á fullu svo það er stutt í hann."

Þá segist Hallgrímur ekki gera ráð fyrir frekari styrkingu áður en glugginn lokar í næstu viku."Nei ég býst ekki við því."


Athugasemdir
banner