Inter 0 - 3 Milan (1-3 samanlagt)
0-1 Luka Jovic ('36)
0-2 Luka Jovic ('49)
0-3 Tijjani Reijnders ('85)
0-1 Luka Jovic ('36)
0-2 Luka Jovic ('49)
0-3 Tijjani Reijnders ('85)
Inter og AC Milan áttust við í seinni undanúrslitaleiknum í ítalska bikarnum í kvöld, eftir að hafa gert 1-1 jafntefli í fyrri leiknum.
Fyrri hálfleikurinn var tíðindalítill þar sem Inter stjórnaði ferðinni en Milan skoraði úr eina marktækifærinu sínu þegar Luka Jovic skallaði fullkomna fyrirgjöf Álex Jiménez í netið.
Jovic tvöfaldaði forystuna í upphafi síðari hálfleiks þegar hann skoraði eftir mikinn atgang í vítateig Inter í kjölfar hornspyrnu.
Simone Inzaghi gerði fjórfalda skiptingu í leikhlé og tókst Inter ekki að minnka muninn þrátt fyrir tækifæri til þess. Þess í stað innsiglaði Tijjani Reijnders frábæran sigur Milan á 85. mínútu.
Lokatölur urðu 0-3 og mætir Milan annað hvort Bologna eða Empoli í úrslitaleiknum. Bologna er með 3-0 forystu fyrir heimaleikinn í þeirri viðureign, sem fer fram annað kvöld.
Athugasemdir