Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 23. maí 2022 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Mbappe um Real Madrid: Skil vonbrigðin
Kylian Mbappe gerði þriggja ára samning við PSG
Kylian Mbappe gerði þriggja ára samning við PSG
Mynd: EPA
Kylian Mbappe, leikmaður Paris Saint-Germain, mun hvetja Real Madrid áfram í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, en þetta segir hann í opnu bréfi sem hann sendi frá sér í gær.

Mbappe tók sér dágóðan tíma í að ákveða framtíð sína. Hann var með tilboð frá PSG og Real Madrid en ákvað að taka tilboði PSG, þar sem hann verður launahæsti leikmaður allra tíma og mun hafa meiri völd innan félagsins.

Hann tilkynnti Florentino Perez, forseta Real Madrid, að hann ætlaði sér ekki að ganga til liðs við félagið en skilur að félagið er vonsvikið með ákvörðun hans að vera áfram í París.

„Ég vil senda innilegar þakkir til Real Madrid og forseta félagsins, Florentino Perez. Ég átta mig svo sannarlega á heppninni og þeim forréttindum að svona frábært félag vilji fá mig

„Ég skil vonbrigði þeirra. Ég verð í París, heimili mínu, að hvetja liðið áfram í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu,"
sagði Mbappe.
Athugasemdir
banner
banner
banner