Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 23. maí 2022 09:20
Ívan Guðjón Baldursson
Torreira snýr aftur til Arsenal - Elneny að framlengja
Mynd: EPA

Úrúgvæski miðjumaðurinn Lucas Torreira mun snúa aftur til Arsenal í sumar þegar hann klárar lánssamninginn við Fiorentina á Ítalíu.


Torreira hefur verið gífurlega öflugur á miðju Fiorentina en hann lék 89 leiki á tveimur árum hjá Arsenal án þess að takast að láta ljós sitt skína neitt sérstaklega.

Torreira líður vel í ítalska boltanum en áður en hann fór til Englands var hann meðal bestu miðjumanna deildarinnar hjá Sampdoria. Hann hefur frábær á yfirstandandi leiktíð og er kominn með fimm mörk og tvær stoðsendingar.

Fiorentina vill kaupa miðjumanninn en getur ekki leyft sér að borga þær 15 milljónir evra sem Arsenal vill fá fyrir hann.

Nú á hinn 26 ára gamli Torreira aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal.

Þá er egypski miðjumaðurinn Mohamed Elneny að framlengja samning sinn við Arsenal til 2023.

Elneny rennur út á samningi í sumar en hefur nýlega fest sig í sessi við hlið Granit Xhaka á miðjunni.

Hann fær samning til 2023 með möguleika á eins árs framlengingu til 2024. Elneny verður þrítugur í júlí.


Athugasemdir
banner
banner
banner