Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 23. maí 2023 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fögnuðu marki en svo var dæmt - „Skil ekki hvaða spil Maggi hefur á dómarana"
Lengjudeildin
Ég skil ekki þessa ákvörðun hjá dómaranum
Ég skil ekki þessa ákvörðun hjá dómaranum
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Viktor Jónsson kom boltanum í netið en var dæmdur brotlegur.
Viktor Jónsson kom boltanum í netið en var dæmdur brotlegur.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Hjarta(r)tromp.
Hjarta(r)tromp.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Skagamenn voru ekki kátir í lok fyrri hálfleiks í leiknum gegn Aftureldingu í gær. Þeir virtust vera búnir að jafna leikinn á lokamínútu fyrri hálfleiks.

Arnór Smárason kom boltanum fyrir markið, Viktor Jónsson setti boltann í netið og Skagamenn fögnuðu innilega.

Um fimmtán sekúndum eftir að boltinn fór í netið heyrðist flaut á vellinum. Sigurður Hjörtur Þrastarson, dómari leiksins, var þá búinn að taka ákvörðun um að Viktor Jónsson hefði gerst brotlegur í baráttu við Gunnar Bergmann Sigmarsson inn á teignum.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  1 Afturelding

Sigurður Hjörtur virtist ekki sjá atvikið, en tók sér smá tíma í að ræða við sína aðstoðarmenn og komst að þeirri niðurstöðu að Viktor hefði gerst brotlegur í aðdraganda marksins.

Þetta er í annan leikinn í röð sem umdeilt atvik á sér stað í leik hjá Aftureldingu því í síðustu umferð ákvað Elías Ingi Árnason, sem dæmdi leik liðsins gegn Þór, að hætta við að gefa Þór vítaspyrnu.

Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, vitnaði í það atvik þegar hann ræddi við Anton Frey Jónsson hér á Fótbolta.net eftir leikinn.

„Við skorum löglegt mark að okkar mati. Ég meina dómarinn dæmir markið og við erum búnir að fagna markinu þegar hann breytir því svo og mér skilst að það sé bara dómarinn sem gerir það."

„Þannig hvaða spil Maggi (Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar) hefur á dómarana að snúa við dómum skil ég ekki og ég skil ekki þessa ákvörðun hjá dómaranum. Það er svakalegt moment í leiknum að koma hérna upp í hálfleik með jöfnunarmarkið og þetta er auðvitað bara risa stórt moment."


Í útsendingu er ekki hægt að sjá að Sigurður hafi gefið merki um að markið hafi verið gott og gilt - bendingu í átt að miðju eða eitthvað slíkt - og út frá því er ekki hægt að fullyrða að dómarinn sé að breyta neinum dómi í þessu tilviki.

Lokatölur í leiknum urðu 1-1 og er ÍA enn án sigurs í Lengjudeildinni.

Atvikið má sjá hér að neðan.


Jón Þór: Vera án sigurs eftir tvo heimaleiki gríðarleg vonbrigði
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner