Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 23. maí 2023 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Myndir: Hægt að skilja pirring Jóhanns Kristins
Jóhann Kristinn.
Jóhann Kristinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hulda Ósk með skotið.
Hulda Ósk með skotið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á 22. mínútu í leik Þróttar og Þórs/KA í gær kom Hulda Ósk Jónsdóttir boltanum í netið hjá Þrótturum. Flaggið fór hins vegar á loft og var Hulda dæmd rangstæð. Ef markið hefði talið hefði Þór/KA tekið forystuna í leiknum.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  1 Þór/KA

„Þór/KA fá annað horn sem endar með því að Hulda Ósk kemur boltanum í netið en Schramarinn er búinn að flagga hana rangstæða," skrifaði Elíza Gígja Ómarsdóttir í textalýsingu frá leiknum og á þá við Sigurð Schram aðstoðardómara.

Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, var ekki kátur með þá ákvörðun eftir leik.

„Stelpurnar voru búnar að vinna sér inn stig að minnsta kosti, áttu það skilið og við áttum að fara heim með stig í dag en það var annað sem kom í veg fyrir það," sagði Jóhann Kristinn sem var svo spurður beint út hvort að umrætt atvik hefði ekki verið rangstaða.

„Ég held að hann hafi haft rangt fyrir sér þarna og það er leiðinlegt þegar það er í stórum tilvikum eins og þessu."

Hafliði Breiðfjörð var á vellinum í gær og náði myndum af atvikinu. Myndaseríuna má sjá hér að neðan.


Jóhann Kristinn: Annað sem kom í veg fyrir að færum með stig heim
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner