Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 23. maí 2023 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu atvikið sem Maggi er hundóánægður með - „Algjör þvæla"
Segir að Skagagoðsögnum hafi svelgst á kaffinu
Lengjudeildin
Magnús Már.
Magnús Már.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Hjörtur
Sigurður Hjörtur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sævar Atli fékk rautt.
Sævar Atli fékk rautt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var allt annað en sáttur við rauða spjaldið sem Sævar Atli Hugason, leikmaður liðsins, fékk að líta í seinni hálfleik gegn ÍA í gær.

Rauða spjaldið fékk hann fyrir tæklingu á Arnóri Smárasyni þegar um stundarfjórðungur lifði leiks. Afturelding leiddi 1-0 frá 29. mínútu og allt þar til í uppbótartíma en þá jafnaði Hlynur Sævar Jónsson metin fyrir Skagamenn. Niðurstaðan 1-1 jafntefli.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  1 Afturelding

„Arnór Smárason vinnur boltann og keyrir í átt að marki Aftureldingar og Sævar neglir hann niður og leikmenn bruna beint að Sigurði Hirti. Sigurður Hjörtur og hans aðstoðarmenn tóku sér smá tíma í þessa ákvörðun og ég held að þetta sé bara hárrétt en Sævar Atli fer harkalega í Arnór," skrifaði Anton Freyr Jónsson á 71. mínútu en hann textalýsti leiknum hér á Fótbolta.net. Sigurður Hjörtur Þrastarson dæmdi leikinn.

„Mér fannst heppnisstimpill yfir þessu marki þeirra í lokin, fer í nokkra í teignum. Þar erum við komnir manni undir sem að mínu mati er algjör þvæla."

„Auðvitað setja þeir pressu á okkur þegar við vorum orðnir manni færri, en það er engin ástæða til þess að við séum manni færri hérna síðustu tuttugu mínúturnar, það er bara eitthvað sem á ekkert að gerast."

„Minn maður fer með annan fótinn í tæklingu, vissulega með sólann og svolítið harkalega og ég get mögulega sagt að þetta sé gult spjald. En ég get alveg lofað þér því Siggi Jóns, Óli Þórðar og Alexander Högnason og þeir sem voru í stúkunni, þeim svelgdist á kaffinu að sjá rautt spjald."

„Ég held að það hafi aldrei verið flautað rautt spjald á svona tæklingu á Akranesi. Ég get lofað þér því að á þessum velli hafa verið tugi eða hundruði tæklinga undanfarin ár sem eru miklu verri en þessi sem hefur ekki verið rautt spjald. Þannig ég skil ekki hvernig maðurinn fær út að þetta sé rautt spjald. En þetta er svona, hann ákveður að þetta sé rautt spjald og það er þannig, en svekkjandi því mér fannst þetta aldrei vera rautt spjald,"
sagði Maggi í viðtali við Anton eftir leik.

Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var einnig spurður út í tæklinguna.

„Mér fannst hann koma af miklum krafti í þessa tæklingu og það voru búnar að vera einhverjar stimpingar áður. Hvort að það hafi eitthvað að segja, eða hvernig þeir meta það, ég get eiginlega ekki dæmt um það. Mér finnst hann koma með báða fæturna af miklum krafti inn í þessa tæklingu. Dómarinn metur það sem beint rautt og þannig horfir þetta við mér."

Atvikið má sjá hér að neðan. Sjá má að Sigurður Hjörtur tekur sér góðan tíma, ræðir við aðstoðarmenn sína og rúmlega hálfri mínútu síðar fer rauða spjaldið á loft.

Jón Þór: Vera án sigurs eftir tvo heimaleiki gríðarleg vonbrigði
Magnús Már: Ég held það hafi aldrei verið flautað rautt spjald á svona tæklingu hér á Akranesi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner