Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   fim 23. maí 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óvænt nöfn í æfingahópi Belgíu fyrir EM
Axel Witsel.
Axel Witsel.
Mynd: Getty Images
Belgískir fjölmiðlar segja frá því í dag að það séu óvænt nöfn í úrtakshópi Belgíu fyrir Evrópumótið í sumar.

Axel Witsel, sem getur leyst það að spila bæði í vörn og á miðju, er í hópnum 18 mánuðum eftir að hann tilkynnti að hann væri hættur að spila með landsliðinu.

Witsel, sem er 35 ára gamall, spilar í dag með Atletico Madrid og var þar í stóru hlutverki í vetur.

Toby Alderweireld, sem er einnig 35 ára gamall, er líka í hópnum þótt hann væri búinn að gefa það út að hann væri hættur með landsliðinu. Alderweireld leikur með Antwerp í heimalandinu.

Witsel hefur spilað 130 landsleiki og Alderweireld hefur leikið 127 landsleiki. Það eru meiðslavandræði í vörninni hjá Belgíu og þeir gætu báðir hjálpað til við það.
Athugasemdir
banner
banner