Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 23. júní 2022 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vålerenga staðfestir að Viðar megi fara
Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norska félagið Vålerenga hefur staðfest að Viðar Örn Kjartansson megi fara frá félaginu. Hann segir í samtali við VG að samkomulag hafi náðst við Viðar að leyfa honum að fara ef ásættanlegt tilboð berst.

Fótbolti.net greindi frá því fyrst allra miðla í síðustu viku að Viðar væri í leit að nýrri áskorun.

Joacim Jonsson, yfirmaður fótboltamála hjá Vålerenga, staðfestir að hann og Viðar hafi náð samkomulagi um að Selfyssingurinn megi fara í sumar fyrir tilboð sem báðir aðilar eru sáttir með.

Viðar, sem er 32 ára, gekk aftur í raðir Vålerena sumarið 2020. Síðan þá er hann búinn að gera 18 mörk í 40 deildarleikjum, eða mark í tæplega öðrum hverjum leik.

Viðar langar í nýja áskorun og það er mikill áhugi á þessum mikla markaskorara, meðal annars frá félögum í Asíu.

Ekki er útilokað að hann muni koma heim til Íslands.

Viðar á að baki 32 A-landsleiki fyrir Ísland og hefur skorað í þeim fjögur mörk.
Athugasemdir
banner