Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 23. júlí 2021 09:13
Elvar Geir Magnússon
Spezia að kaupa Mikael Egil
Mynd: SPAL
Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að Mikael Egill Ellertsson sé á leið til Spezia. Sagt er að SPAL hafi samþykkt tilboð félagsins en stórliðið Juventus hafi einnig sýnt Íslendingnum unga áhuga.

Thiago Motta er þjálfari Spezia en liðið hafnaði í 15. sæti af 20 liðum ítölsku A-deildarinnar á síðasta tímabili.

Mikael er 19 ára miðjumaður sem hefur verið hjá SPAL á Ítalíu síðan hann fór í unglingastarf félagsins frá Fram árið 2018.

Hann hefur núna á undirbúningstímabilinu verið í aðalliðshóp SPAL og vakið athygli og áhuga með frammistöðu sinni.

Alls hefur Mikael spilað 26 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað þrjú mörk.


Athugasemdir
banner
banner
banner