Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   þri 23. júlí 2024 12:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Höddi Magg: Sérstakt að sjá Hinrik skora á uppáhaldsvellinum mínum
Markið í gær var fjórða mark Hinriks á tímabilinu. Hér er hann í leiknum.
Markið í gær var fjórða mark Hinriks á tímabilinu. Hér er hann í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Feðgarnir Hörður Magnússon og Magnús Haukur Harðarson mættu í FH hlaðvarp í vor.
Feðgarnir Hörður Magnússon og Magnús Haukur Harðarson mættu í FH hlaðvarp í vor.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Hinrik Harðarson, sonur FH goðsagnarinnar Harðar Magnússonar, skoraði fyrir ÍA á Kaplakrikavelli í gær. Lengi vel leit út fyrir að markið yrði sigurmark leiksins en FH náði að jafna leikinn í uppbótartíma.

Höddi Magg er á 100 marka veggnum hjá FH, er þar ásamt þeim Atla Viðari Björnssyni og Steven Lennon. Fótbolti.net ræddi við Hödda í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  2 KR

„Þetta er voðalega snúið allt saman. Hinrik stóð sig bara mjög vel, það var frekar sérstakt að sjá hann skora í Kaplakrika, á uppáhaldsvellinum mínum. Þegar upp var staðið þá voru þetta sanngjörn úrslit held ég," sagði Höddi.

„Það voru tilfinningar innra, ekkert ytra. Ég sat FH megin, FH er minn klúbbur. Ég er búinn að vera á öllum leikjum Skagans nema einum í sumar. Þetta var svolítið súrrealískt," sagði Höddi sem hefur nokkrum sinnum skorað í markið sem Hinrik setti boltann í.

„Það eru einhver mörk í þetta mark, en flest mörkin voru reyndar í hitt markið. Það er stundum svolítill misskilningur með svona mörk, þetta eru oft sætustu mörkin fyrir senter, mörk af stuttu færi. Það var mikilvægt fyrir Hinrik að skora. Hann skoraði svolítið í byrjun og svo eru búnir að vera nokkrir leikir þar sem markið hefur ekki komið. Sóknarmenn þrífast á mörkum. Hinrik hefur margt annað í sínum leik en bara mörk, en það skiptir samt máli að gera það. Ég held að það hafi ekki verið neitt sætara að skora á móti FH, ég held að hann hafi bara fagnað vel af því þetta var kærkomið mark á einum stærsta velli landsins."

Voru draumaúrslitin 4-3 fyrir FH og Hinrik með þrennu?

„Ég ætla ekki að fara í eitthvað ef og hefði," sagði Höddi og hló. „Það er ekki séns, þú færð ekkert svoleiðis frá mér."

„Þetta bara heldur þessari spennu áfram. Fyrir fram þá hugsa ég að Skagamenn hefðu tekið jafnteflið. Þeir hafa verið að sýna miklar framfarir. Það var mikilvægt fyrir þá að sína svona frammistöðu eftir mjög dapran leik á móti Fylki."

„FH liðið er feikilega vel skipulagt og agressíft lið. Þeir voru mjög ákveðnir síðustu 20 mínúturnar af leiknum og þar sáum við hvað FH liðið getur gert. Ef jöfnunarmarkið hefði komið fyrr þá hefði mögulega komið annað mark. En í heild sinni var þetta sanngjörn niðurstaða, þó að ekki allir FH-ingar séu sammála því. Þetta var hörkuleikur og sýnir að þessi lið eru kannski á réttum stað í deildinni."


Í lok viðtals var Höddi spurður út í samskipti sín við Hinrik eftir leik og góðvin sinn Heimi Guðjónsson, þjálfara FH, í morgun.

„Ég og Heimir erum að æfa saman á hverjum degi ásamt nokkrum góðum vinum. Við erum aðeins búnir að ræða þetta, en svo sem ekkert farið djúpt í það, gerist kannski seinna."

„Hinrik kom heim í gær og það var gaman að spjalla við sjá, gaman að sjá hvað hann var ánægður með þetta. Það var mikið lagt í þetta og kannski auka pressa á honum að sýna hvað í honum býr, og hann gerði það,"
sagði Höddi.
Hinrik Harðar: Ég held að pabbi hafi verið Skagamaður í þessum leik
Innkastið - Falldraugurinn færist nær KR og Víkingar eru valtir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner