Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
banner
   mið 18. október 2023 17:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hinrik: Pabbi átti sinn feril og ég mun eiga minn feril
Mynd: Daníel Rúnarsson
Hinrik Harðarson er sjálfur orðinn mikill markaskorari en hann er sonur Harðar Magnússonar sem er einn af þremur á 100 marka vegg FH-inga.

Hinrik samdi á dögunum við ÍA sem keypti hann af uppeldisfélaginu Þrótti. Hann var til viðtals í dag ovar hann m.a. spurður út í föður sinn. Hann var spurður hvort hann hefði rætt við FH.

„Það voru nokkur lið sem höfðu áhuga, auðvitað var það mögulega einhver séns, en á endanum var þetta (ÍA) lendingin. Ég er gríðarlega ánægður með það."

„Nei, það er nú bara þannig að pabbi átti sinn feril og ég mun eiga minn feril. Það er bara svolítið staðan."


Hinrik sagði í viðtali við Vísi að hann ætlaði sér að verða betri en faðir sinn. „Það er alveg klárt. Það er enginn spurning og pabbi veit það alveg að ég verð betri en hann," sagði Hinrik við Stefán Árna Pálsson.

Var erfitt að segja þetta?

„Ég er nokkuð viss um það (að ég verði betri), en eins og ég segi þá átti pabbi sinn feril og ég mun eiga minn feril. Ég mun allavega leggja mig allan fram og vonandi verður það bara nóg," sagði Hinrik.
Hinrik Harðar: Skagamenn fóru 'all in' sem kveikti í mér
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner