Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   þri 23. júlí 2024 17:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Símon Logi til Njarðvíkur (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvík hefur fengið Símon Loga Thasaphong á láni frá Grindavík út tímabilið. Samningur Símonar við Grindavík rennur svo út eftir tímabilið.

Uppfært 18:07: Símon kemur á láni en hefur samþykkt samning hjá Njarðvík sem gildir út tímabilið 2027.

Símon er sóknarsinnaður leikmaður, getur spilað fremst á miðjunni, á kantinum og sem fremsti maður. Hann hefur komið við sögu í ellefu af þrettán leikjum Grindavíkur í sumar og því koma þessi tíðindi eilítið á óvart. Hann hefur skorað eitt mark í Lengjudeildinni í sumar. Hann var síðast í byrjunarliðinu í 3-1 sigri gegn ÍBV fyrir tæpum mánuði síðan

Grindavík er í 8. sæti Lengjudeildarinnar en Njarðvík er í 2. sæti. Símon er kominn með leikheimild fyrir leik Njarðvíkur gegn Þrótti á fimmtudag.

Símon, sem fæddur er árið 2001, er uppalinn hjá Grindavík og hefur leikið allan sinn feril með liðinu fyrir utan eitt tímabil með GG sem er venslafélag Grindavíkur.

Á síðasta tímabili ksoraði hann sex mörk í 22 leikjum og var hann fimmtán sinnum í byrjunarliðinu.

Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner