 
        
                        
                                    
                                                    
                
                                                                
                Njarðvík hefur fengið Símon Loga Thasaphong á láni frá Grindavík út tímabilið. Samningur Símonar við Grindavík rennur svo út eftir tímabilið.
Uppfært 18:07: Símon kemur á láni en hefur samþykkt samning hjá Njarðvík sem gildir út tímabilið 2027.
Símon er sóknarsinnaður leikmaður, getur spilað fremst á miðjunni, á kantinum og sem fremsti maður. Hann hefur komið við sögu í ellefu af þrettán leikjum Grindavíkur í sumar og því koma þessi tíðindi eilítið á óvart. Hann hefur skorað eitt mark í Lengjudeildinni í sumar. Hann var síðast í byrjunarliðinu í 3-1 sigri gegn ÍBV fyrir tæpum mánuði síðan
                
                                    Uppfært 18:07: Símon kemur á láni en hefur samþykkt samning hjá Njarðvík sem gildir út tímabilið 2027.
Símon er sóknarsinnaður leikmaður, getur spilað fremst á miðjunni, á kantinum og sem fremsti maður. Hann hefur komið við sögu í ellefu af þrettán leikjum Grindavíkur í sumar og því koma þessi tíðindi eilítið á óvart. Hann hefur skorað eitt mark í Lengjudeildinni í sumar. Hann var síðast í byrjunarliðinu í 3-1 sigri gegn ÍBV fyrir tæpum mánuði síðan
Grindavík er í 8. sæti Lengjudeildarinnar en Njarðvík er í 2. sæti. Símon er kominn með leikheimild fyrir leik Njarðvíkur gegn Þrótti á fimmtudag.
Símon, sem fæddur er árið 2001, er uppalinn hjá Grindavík og hefur leikið allan sinn feril með liðinu fyrir utan eitt tímabil með GG sem er venslafélag Grindavíkur.
Á síðasta tímabili ksoraði hann sex mörk í 22 leikjum og var hann fimmtán sinnum í byrjunarliðinu.
				Stöðutaflan
								 
 
								
			
		 
 
								
			| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | |
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
        
 
         
     
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                    
        
         
                        
        
         
                
