Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 23. júlí 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ungur Íslendingur færir sig um set á Spáni
Hólmar Kári Tryggvason.
Hólmar Kári Tryggvason.
Mynd: Cantera Orihuela CF
Hólmar Kári Tryggvason, ungur Íslendingur, hefur samið við spænska félagið CF Orihuela.

Hann er keyptur þangað frá CD Thader eftir að hafa leikið þar með yngri liðum sem og meistaraflokki. Thader er þekkt fyrir að vera með fína akademíu en Xavi Simons, einn mest spennandi fótboltamaður heims í dag, hóf feril sinn hjá félaginu.

Hólmar Kári hefur verið búsettur á Spáni undanfarin ár en hann verður 18 ára síðar á þessu ári.

Hann er miðjumaður en hann var í yngri flokkum ÍR áður en hann hélt út með foreldrum sínum til Spánar árið 2017.

Aðallið Orihuela er í fjórðu efstu deild á Spáni en Hólmar kemur til með fyrst um sinn að leika með unglingaliði félagsins sem er í sömu deild og Valencia og Villarreal, næstefstu deild Spánar.
Athugasemdir
banner
banner