Viðræður Paris Saint-Germain við Napoli varðandi möguleg félagaskipti Victor Osimhen virðast hafa siglt í strand.
PSG var búið að semja við Osimhen um kaup og kjör en Napoli er ekki tilbúið til að selja þennan stjörnuframherja fyrir minna heldur en riftunarverðið í samningi hans segir til um. Sú upphæð er talin nema rúmlega 100 milljónum evra.
PSG neitar að borga alltof mikið fyrir Osimhen og vill ekki senda hinn kóreska Kang-in Lee með til Napoli í skiptum.
Það lítur því út fyrir að ekkert verði úr þessum félagaskiptum nema að eitthvað breytist hjá Napoli eða PSG.
Stjórnendur PSG eru sagðir vera sáttir með núverandi sóknarlínu hjá sér, þar sem Goncalo Ramos og Randal Kolo Muani hafa verið að skiptast á að leiða línuna.
Athugasemdir