Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   mið 23. ágúst 2017 21:46
Lilja Dögg Valþórsdóttir
Rakel: Skiptum í næsta gír
Kvenaboltinn
Rakel gerði sér lítið fyrir og skoraði 4 mörk í kvöld
Rakel gerði sér lítið fyrir og skoraði 4 mörk í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum ánægð með 7-2 sigur á Haukum í markaleik í Kópavogi í kvöld. Hún var heldur betur á skotskónum í kvöld og skoraði 4 mörk fyrir sitt lið sem hún var sátt með.

"Já, það er alltaf gaman að skora. Ég man ekki alveg eftir síðasta skipti sem ég skoraði 4 mörk, það var einhvern tímann þegar ég var að spila sem framherji. Þetta var mjög skemmtilegt já."

Lestu um leikinn: Breiðablik 7 -  2 Haukar

Snemma í seinni hálfleik minnkuðu Haukastúlkur muninn í 1 mark, fór þá ekkert að fara um Blikana?

"Já og nei. Við byrjuðum seinni hálfleikinn ekkert sérstaklega vel. Þær náðu að setja á okkur mark en svo stigum við upp og áttum seinni hálfleikinn eftir það. Mér fannst þetta aldrei spurning eftir það."

Síðasti leikur Blika, gegn Fylki, spilaðist svipað þar sem þær áttu góðan fyrri hálfleik og fóru með 2 marka forystu inní hálfleikinn. En svo var lítið að frétta í seinni hálfleiknum. Í kvöld byrjaði seinni hálfleikur svipað en nú var annað uppá prjónunum.

"Við skiptum í næsta gír. Maður reynir að læra af mistökum. Seinni hálfleikur í síðasta leik var ekkert sérstakur þó að við höfum náð að klára leikinn með sigri. En við náðum að stíga upp í dag sem er flott."

"Nei ég stóð útá kantinum með sólina í augun þannig að ég sá ekki hvað gerðist. Ég sá bara að hún lá og heyrði læti uppí stúku en sá ekkert hvað gerðist," sagði Rakel um umdeilt atvik sem kom upp í aðdraganda 6. marks Breiðabliks þar sem virtist sem Selma Sól hafi gefið Sæunni olnbogaskot svo hún lá óvíg eftir en dómari leiksins ákvað að stöðva ekki leikinn.

Nánar er rætt við Rakel í viðtalinu hér fyrir ofan.

Athugasemdir
banner