Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   mið 23. ágúst 2017 21:46
Lilja Dögg Valþórsdóttir
Rakel: Skiptum í næsta gír
Kvenaboltinn
Rakel gerði sér lítið fyrir og skoraði 4 mörk í kvöld
Rakel gerði sér lítið fyrir og skoraði 4 mörk í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum ánægð með 7-2 sigur á Haukum í markaleik í Kópavogi í kvöld. Hún var heldur betur á skotskónum í kvöld og skoraði 4 mörk fyrir sitt lið sem hún var sátt með.

"Já, það er alltaf gaman að skora. Ég man ekki alveg eftir síðasta skipti sem ég skoraði 4 mörk, það var einhvern tímann þegar ég var að spila sem framherji. Þetta var mjög skemmtilegt já."

Lestu um leikinn: Breiðablik 7 -  2 Haukar

Snemma í seinni hálfleik minnkuðu Haukastúlkur muninn í 1 mark, fór þá ekkert að fara um Blikana?

"Já og nei. Við byrjuðum seinni hálfleikinn ekkert sérstaklega vel. Þær náðu að setja á okkur mark en svo stigum við upp og áttum seinni hálfleikinn eftir það. Mér fannst þetta aldrei spurning eftir það."

Síðasti leikur Blika, gegn Fylki, spilaðist svipað þar sem þær áttu góðan fyrri hálfleik og fóru með 2 marka forystu inní hálfleikinn. En svo var lítið að frétta í seinni hálfleiknum. Í kvöld byrjaði seinni hálfleikur svipað en nú var annað uppá prjónunum.

"Við skiptum í næsta gír. Maður reynir að læra af mistökum. Seinni hálfleikur í síðasta leik var ekkert sérstakur þó að við höfum náð að klára leikinn með sigri. En við náðum að stíga upp í dag sem er flott."

"Nei ég stóð útá kantinum með sólina í augun þannig að ég sá ekki hvað gerðist. Ég sá bara að hún lá og heyrði læti uppí stúku en sá ekkert hvað gerðist," sagði Rakel um umdeilt atvik sem kom upp í aðdraganda 6. marks Breiðabliks þar sem virtist sem Selma Sól hafi gefið Sæunni olnbogaskot svo hún lá óvíg eftir en dómari leiksins ákvað að stöðva ekki leikinn.

Nánar er rætt við Rakel í viðtalinu hér fyrir ofan.

Athugasemdir
banner
banner
banner