Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mið 23. ágúst 2017 21:46
Lilja Dögg Valþórsdóttir
Rakel: Skiptum í næsta gír
Kvenaboltinn
Rakel gerði sér lítið fyrir og skoraði 4 mörk í kvöld
Rakel gerði sér lítið fyrir og skoraði 4 mörk í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum ánægð með 7-2 sigur á Haukum í markaleik í Kópavogi í kvöld. Hún var heldur betur á skotskónum í kvöld og skoraði 4 mörk fyrir sitt lið sem hún var sátt með.

"Já, það er alltaf gaman að skora. Ég man ekki alveg eftir síðasta skipti sem ég skoraði 4 mörk, það var einhvern tímann þegar ég var að spila sem framherji. Þetta var mjög skemmtilegt já."

Lestu um leikinn: Breiðablik 7 -  2 Haukar

Snemma í seinni hálfleik minnkuðu Haukastúlkur muninn í 1 mark, fór þá ekkert að fara um Blikana?

"Já og nei. Við byrjuðum seinni hálfleikinn ekkert sérstaklega vel. Þær náðu að setja á okkur mark en svo stigum við upp og áttum seinni hálfleikinn eftir það. Mér fannst þetta aldrei spurning eftir það."

Síðasti leikur Blika, gegn Fylki, spilaðist svipað þar sem þær áttu góðan fyrri hálfleik og fóru með 2 marka forystu inní hálfleikinn. En svo var lítið að frétta í seinni hálfleiknum. Í kvöld byrjaði seinni hálfleikur svipað en nú var annað uppá prjónunum.

"Við skiptum í næsta gír. Maður reynir að læra af mistökum. Seinni hálfleikur í síðasta leik var ekkert sérstakur þó að við höfum náð að klára leikinn með sigri. En við náðum að stíga upp í dag sem er flott."

"Nei ég stóð útá kantinum með sólina í augun þannig að ég sá ekki hvað gerðist. Ég sá bara að hún lá og heyrði læti uppí stúku en sá ekkert hvað gerðist," sagði Rakel um umdeilt atvik sem kom upp í aðdraganda 6. marks Breiðabliks þar sem virtist sem Selma Sól hafi gefið Sæunni olnbogaskot svo hún lá óvíg eftir en dómari leiksins ákvað að stöðva ekki leikinn.

Nánar er rætt við Rakel í viðtalinu hér fyrir ofan.

Athugasemdir
banner
banner