Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 23. september 2020 11:06
Elvar Geir Magnússon
Höddi Magg: Valssigur mun klára þetta mót
Hörður Magnússon spáir jafntefli.
Hörður Magnússon spáir jafntefli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tvö efstu lið Pepsi Max-deildarinnar, FH og Valur, mætast í Kaplakrikanum á morgun klukkan 16:15.

Íþróttalýsandinn og FH-ingurinn Hörður Magnússon spáir leiknum 1-1 en Guðmundur Hilmarsson spjallaði við Hörð fyrir samfélagsmiðla FH.

„Þetta er leikur sem FH verður að vinna til að eiga raunhæfa möguleika á að gera atlögu að titlinum. Valsmenn hafa sýnt gríðarlegan stöðugleika og Heimi hefur tekist að búa til rosalega góða liðsheild og gott jafnvægi í liðinu, eitthvað sem sárlega vantaði á síðasta tímabili," segir Hörður.

FH-ingar þurfa á sigri að halda til að búa til einhverja smá spennu í titilbaráttunni en Valur nær ellefu stiga forystu með sigri.

„FH hefur verið vaxandi í leik sínum. Ég held að möguleikarnir á sigri þeirra séu ágætir. FH þarf að eiga algjöran toppleik í öllum stöðum til að leggja þetta feykiöfluga Valslið sem hefur fundið lyktina af bráðinni. Valssigur í raun klárar þetta mót."

Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, þekkir hvern krók og kima í Kaplakrikanum.

„Heimir er gríðarlega jarðbundinn og það er einn af hans stærstu kostum. Heimir er örugglega að gera allt til þess að ná sínum leikmönnum á jörðina. Það verður allt annað fyrir Valsmenn að fara á alvöru gras í Kaplakrika og Valsmenn hafa ekki riðið feitum hesti frá rimmum sínum í Kaplakrika og við getum fengið hörkuleik. Þetta eru tvö bestu lið landsins á þessum tímapunkti," segir Hörður sem spáir 1-1 eins og áður sagð. „Valsmenn myndu klárlega þiggja stig en Heimir ætlar sér öll þrjú. Það er mikil spenna í lofti."



fimmtudagur 24. september
16:00 KA-HK (Greifavöllurinn)
16:15 FH-Valur (Kaplakrikavöllur)
16:15 KR-Grótta (Meistaravellir)
16:15 Fjölnir-ÍA (Extra völlurinn)
19:15 Breiðablik-Stjarnan (Kópavogsvöllur)
19:15 Fylkir-Víkingur R. (Würth völlurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner