Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 23. september 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
„Man Utd mun alltaf þurfa Cristiano Ronaldo"
Cristiano Ronaldo
Cristiano Ronaldo
Mynd: EPA
Patrice Evra, fyrrum leikmaður Manchester United og franska landsliðsins, segir að ævintýri Cristiano Ronaldo hjá enska félaginu sé langt frá því að vera lokið.

Ronaldo hefur ekki fengið mikinn tíma til að spreyta sig undir stjórn Erik ten Hag.

Hollenski stjórinn benti á það í ágúst að Ronaldo þyrfti meiri tíma á æfingasvæðinu þar sem hann æfði ekki með hópnum á undirbúningstímabilinu.

Ronaldo hefur aðeins byrjað einn deildarleik en ekki enn tekist að skora. Hann hefur þá byrjað báða leiki liðsins í Evrópudeildinni og skorað eitt.

Evra hefur litlar áhyggjur af Ronaldo og segir að félagið muni fyrr eða síðar þurfa á hjálp hans að halda.

„Ég skil pirringinn hjá Ronaldo en Ten Hag sagði að hann væri að hefja nýtt tímabil og að Ronaldo væri enn í plönum hans. Kannski þarf Manchester United að þjást á þessu augnabliki og kannski þarf liðið aðra leikmenn, en félagið mun alltaf þurfa Cristiano Ronaldo. Treystið mér. Augnablikið mun koma þar sem við munum segja „Gerðu það Cristiano, vertu áfram". Ég er sannfærður um það. Ég held að Ten Hag og Ronaldo verði að eiga heiðarlegt spjall, ef þeir hafa ekki átt það nú þegar. Því allt sem hefur gerst á sér eðlilegar skýringar," sagði Evra.
Athugasemdir
banner
banner