ÍBV og Fram mætast í gríðarlega mikilvægum leik í fallbaráttu Bestu-deildar karla klukkan 14:00 í dag. Leikurinn fer fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum og byrjunarliðin eru klár.
Lestu um leikinn: ÍBV 2 - 2 Fram
ÍBV gerði 2 - 2 jafntefli við Fylki í Árbænum í síðasta leik sem fór fram á mánudaginn var. Hermann Hreiðarsson þjálfari liðsins gerir fjórar breytingar frá þeim leik. Alex Freyr Hilmarsson og Richard King leikmenn ÍBV taka út leikbann vegna 4 áminninga í sumar.
Það eru markmannsskipti hjá ÍBV því Jón Kristinn Elísson kemur inn í markið fyrir Guy Smit sem er ekki í hóp, eftir að hafa fengið höfuðhögg í síðasta leik. Inn í liðið koma líka Guðjón Ernir Hrafnkelsson, Sverrir Páll Hjaltested og Viggó Valgeirsson en auk þeira sem áður voru nefndir er Halldór Jón Sigurður Þórðarson ekki í hóp hjá ÍBV eftir að hafa byrjað síðast.
Viggó Valgeirsson fæddur 2006 er í byrjunarliði ÍBV í dag. Þetta er fyrsti leikur hans í byrjunarliði ÍBV en hann hafði áður komið inná sem varamaður í uppbótartíma gegn FH í Kaplakrika 13. ágúst.
Fram gerði 1 - 1 jafntefli við HK í Kórnum í síðasta leik sem fór fram á sunnudaginn. Ragnar Sigurðsson þjálfari liðsins gerir engar breytingar frá þeim leik.
Byrjunarlið ÍBV:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
2. Viggó Valgeirsson
3. Felix Örn Friðriksson
5. Jón Ingason (f)
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
9. Sverrir Páll Hjaltested
14. Arnar Breki Gunnarsson
16. Tómas Bent Magnússon
17. Oliver Heiðarsson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
42. Elvis Bwomono
Byrjunarlið Fram:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
5. Delphin Tshiembe
10. Fred Saraiva
15. Breki Baldursson
17. Adam Örn Arnarson
27. Sigfús Árni Guðmundsson
28. Tiago Fernandes
31. Þengill Orrason
32. Aron Snær Ingason
77. Guðmundur Magnússon
79. Jannik Pohl
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. KA | 27 | 12 | 5 | 10 | 42 - 45 | -3 | 41 |
2. Fylkir | 27 | 7 | 8 | 12 | 43 - 55 | -12 | 29 |
3. HK | 27 | 6 | 9 | 12 | 41 - 55 | -14 | 27 |
4. Fram | 27 | 7 | 6 | 14 | 40 - 56 | -16 | 27 |
5. ÍBV | 27 | 6 | 7 | 14 | 31 - 50 | -19 | 25 |
6. Keflavík | 27 | 2 | 10 | 15 | 27 - 54 | -27 | 16 |