Liverpool og Barcelona hafa áhuga á Alvarez - Bilic gæti tekið við West Ham - Man Utd ætlar að fá inn markvörð næsta sumar
   þri 23. september 2025 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Guiu má spila eftir reglubreytingar
Mynd: EPA
Marc Guiu framherji Chelsea er gjaldgengur fyrir leikinn gegn Licoln City í enska deildabikarnum í kvöld eftir að reglum keppninnar var breytt á milli tímabila.

Stjórnendur Chelsea vissu ekki af þessu fyrr en í dag eftir að þeir sendu fyrirspurn á stjórn deildabikarsins.

Samkvæmt gömlu reglunum þá má hver leikmaður einungis spila fyrir eitt lið í deildabikarnum en eftir reglubreytingar mega leikmenn sem skipta um félag spila fyrir annað lið.

Guiu var sendur til Sunderland á lánssamningi í sumar en Chelsea endurkallaði framherjann vegna meiðslavandræða í sóknarlínunni.

BBC greinir frá þessu og tekur fram að Guiu mun líklega ekki spila í leiknum gegn Lincoln. Hann gæti þó tekið þátt í næstu leikjum liðsins í keppninni.

Guiu er 19 ára gamall og skoraði í eina byrjunarliðsleiknum sínum með Sunderland. Hann skoraði í jafntefli gegn Huddersfield í deildabikarnum, en Huddersfield vann svo í vítaspyrnukeppni. Þess má geta að Guiu tók ekki vítaspyrnu.

Liam Delap er meiddur fram í desember svo Joao Pedro og Guiu eru einu framherjar Chelsea, eftir að Nicolas Jackson fór til FC Bayern á lánssamningi.

Það eru þó ýmsir sóknarleikmenn í hópi hjá Chelsea sem geta spilað sem fremsti sóknarmaður, þar á meðal eru Pedro Neto og Cole Palmer.

   01.09.2025 08:09
Lánaður fyrir tæpum mánuði en er að snúa aftur til Chelsea

Athugasemdir
banner