Liverpool og Barcelona hafa áhuga á Alvarez - Bilic gæti tekið við West Ham - Man Utd ætlar að fá inn markvörð næsta sumar
   þri 23. september 2025 20:04
Ívan Guðjón Baldursson
Hampton átti aldrei að spila fótbolta
Kvenaboltinn
Hampton og Gianluigi Donnarumma voru bestu markverðir heims á síðustu leiktíð.
Hampton og Gianluigi Donnarumma voru bestu markverðir heims á síðustu leiktíð.
Mynd: EPA
Hannah Hampton var í gær krýnd besti markvörður í heimi þegar hún hlaut Lev Yashin verðlaunin fyrir magnaða frammistöðu með Chelsea og enska landsliðinu á síðustu leiktíð.

Hampton er aðeins 24 ára gömul og átti aldrei að spila fótbolta. Læknar ráðlögðu henni að spila ekki fótbolta og var henni oft sagt að hún gæti ekki orðið atvinnumaður útaf alvarlegu augnvandamáli sem hún fæddist með.

Hampton hefur farið í nokkrar aðgerðir til að laga sjónina sem er þó ekki enn orðin fullkomin. Hún er ennþá með vandamál þegar kemur að dýptarskynjun en lætur það ekki stoppa sig.

„Allt mitt líf hef ég reynt að sanna fyrir fólki að það hafi rangt fyrir sér. Mér hefur stöðugt verið sagt að ég geti ekki haft fótbolta að atvinnu en hér er ég," sagði Hampton fyrir EM í sumar, sem England endaði á að vinna eftir vítaspyrnukeppni gegn Spánverjum.

Hampton er frábær í að verja en hún er einnig afar fær sem útispilandi leikmaður. Einn af hennar helstu kostum er hversu góð og nákvæm hún er í að spyrna boltanum langt með báðum fótum.

   22.09.2025 20:00
Donnarumma valinn besti markvörðurinn - Alisson í öðru sæti

Athugasemdir
banner