Gylfi Þór Sigurðsson (Víkingur)
„Gylfi er bara 'on a mission'. Hann hefur stigið rosalega upp í undanförnum leikjum. Hann ætlar sér Íslandsmeistaratitilinn, hann dauðlangar í þennan titil," segir Valur Gunnarsson, sérfræðingur Fótbolta.net, í Innkastinu.
„Það mun enginn gagnrýna hann fyrir að hafa farið frá Val yfir í Víking ef hann vinnur titilinn," segir Óskar Smári Haraldsson í sama þætti.
Gylfi er leikmaður 23. umferðarinnar eftir að hafa skorað sigurmarkið gegn Fram.
„Það mun enginn gagnrýna hann fyrir að hafa farið frá Val yfir í Víking ef hann vinnur titilinn," segir Óskar Smári Haraldsson í sama þætti.
Gylfi er leikmaður 23. umferðarinnar eftir að hafa skorað sigurmarkið gegn Fram.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 1 Fram
„Stígur upp og skorar sigurmarkið. Löðrandi gæði á miðjunni og var mikið í boltanum," skrifaði Kári Snorrason, fréttamaður Fótbolta.net, í skýrslu sinni um leikinn.
„Þetta var mjög erfitt. Kannski gerir þetta aðeins sætara að skora svona seint í uppbótartíma og að ná að halda út í lokin. Við spilum á móti mjög öflugu varnarlega vel skipulögðu liði. Eftir markið þeirra í seinni hálfleik vorum við heppnir og ekki heppnir. Við erum ánægðir með þrjú stig;" sagði Gylfi sjálfur í viðtali eftir leik.
Víkingur er á toppi deildarinnar með fjögurra stiga forskot.
Leikmenn umferðarinnar:
22. umferð - Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur)
21. umferð - Freyr Sigurðsson (Fram)
20. umferð - Árni Snær Ólafsson (Stjarnan)
19. umferð - Vicente Valor (ÍBV)
18. umferð - Sigurður Bjartur Hallsson (FH)
17. umferð - Patrick Pedersen (Valur)
16. umferð - Frederik Schram (Valur)
15. umferð - Björn Daníel Sverrisson (FH)
14. umferð - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
13. umferð - Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik)
12. umferð - Patrick Pedersen (Valur)
11. umferð - Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)
10. umferð - Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
9. umferð - Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
8. umferð - Jakob Byström (Fram)
7. umferð - Kjartan Kári Halldórsson (FH)
6. umferð - Morten Ohlsen Hansen (Vestri)
5. umferð - Hrannar Snær Magnússon (Afturelding)
4. umferð - Bjarki Björn Gunnarsson (ÍBV)
3. umferð - Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
2. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
1. umferð - Rúnar Már Sigurjónsson (ÍA)
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 23 | 13 | 6 | 4 | 49 - 28 | +21 | 45 |
2. Valur | 23 | 12 | 5 | 6 | 54 - 36 | +18 | 41 |
3. Stjarnan | 23 | 12 | 5 | 6 | 43 - 35 | +8 | 41 |
4. Breiðablik | 23 | 9 | 8 | 6 | 38 - 36 | +2 | 35 |
5. FH | 23 | 8 | 7 | 8 | 41 - 35 | +6 | 31 |
6. Fram | 23 | 8 | 5 | 10 | 33 - 33 | 0 | 29 |
Athugasemdir