Eins og Fótbolti.net fjallaði um í síðustu viku þá ætla Þórsarar að spila á nýju gervigrasi í Bestu deildinni á næsta tímabili.
Búið er að vinna undirbúningsvinnu fyrir lagningu á upphituðum gervigrasvelli, austan við aðalvöllinn.
Þórsarar spiluðu heimaleiki sína í Boganum á þessu tímabili en Boginn er ekki leyfilegur í efstu deild karla.
Búið er að vinna undirbúningsvinnu fyrir lagningu á upphituðum gervigrasvelli, austan við aðalvöllinn.
Þórsarar spiluðu heimaleiki sína í Boganum á þessu tímabili en Boginn er ekki leyfilegur í efstu deild karla.
„Veðurguðinn er loksins okkur hliðhollur. Við klárum að leggja púðann um næstu helgi og stefnum á að byrja að leggja grasið mánudaginn 29. september. Eftir þessa viku þurfum við um tveggja vikna glugga til að ljúka bæði púða og graslagningu," segir Reimar Helgason framkvæmdastjóri Þórs við heimasíðu félagsins.
Samhliða mun rísa 500 manna áhorfendastúka austan við völlinn. Stúkan er þegar komin til landsins og verður sett upp á skömmum tíma eftir að völlurinn er tilbúinn.
Athugasemdir