Útvarpsþátturinn Fótbolti.net verður í þráðbeinni útsendingu frá Suðurlandsbraut í dag laugardag milli 12 og 14 á X977. Elvar Geir og Tómas Þór stýra flaggskipinu.
Farið er yfir helstu tíðindi vikunnar í íslenska boltanum og gestur þáttarins er Heimir Gunnlaugsson, formaður meistaraflokksráðs Víkings.
Víkingur varð tvöfaldur meistari í ár en Heimir hefur verið í stóru hlutverki bak við tjöldin hjá félaginu í fjöldamörg ár.
Farið er yfir helstu tíðindi vikunnar í íslenska boltanum og gestur þáttarins er Heimir Gunnlaugsson, formaður meistaraflokksráðs Víkings.
Víkingur varð tvöfaldur meistari í ár en Heimir hefur verið í stóru hlutverki bak við tjöldin hjá félaginu í fjöldamörg ár.
Einnig verður fjallað um enska boltann í þættinum. Kristján Atli Ragnarsson hitar upp fyrir stórleik Manchester United og Liverpool sem verður á dagskrá á sunnudag.
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.
Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.
Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna
Athugasemdir