Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 23. nóvember 2018 11:00
Magnús Már Einarsson
Liverpool framlengir samninginn við innkastaþjálfarann
Joe Gomez hefur verið í kennslu hjá Gronnemark.
Joe Gomez hefur verið í kennslu hjá Gronnemark.
Mynd: Getty Images
Daninn Thomas Gronnemark hefur framlengt samning sinn við Liverpool.

Gronnemark var í sumar ráðinn til Liverpool til að hjálpa leikmönnum félagsins með innköst en Jurgen Klopp vildi fá meira út úr innköstum í leikjum.

Gronnemark var ráðinn á sex mánaða samningi til að byrja með en ánægja hefur verið með hans störf og samningurinn hefur nú verið framlengdur út júní á næsta ári.

Hinn 42 ára gamli Gronnemark á heimsmetið þegar kemur að löngu innkasti en hann kastaði eitt sinn 51,33 metra.

Joe Gomez, varnarmaður Liverpool, hefur verið í kennslu hjá Gronnemark og hann lagði upp mark með löngu innkasti í leik Englands og Króatíu um síðustu helgi.

Sjá einnig:
Innkastaþjálfarinn hjá Liverpool: Þetta er skrýtnasta starf í heimi
Athugasemdir
banner
banner