Olga Sevcova hefur framlengt samning sinn við ÍBV um eitt ár en félagið greindi frá þessu í dag.
Olga spilaði 16 leiki fyrir ÍBV í sumar og skoraði í þrjú mörk en hún var einn af bestu leikmönnum liðsins.
Hin 28 ára gamla Olga er fastamaður í Lettlenska landsliðinu og getur spilað flestar stöður framarlega á vellinum,
„ÍBV bindur miklar vonir við Olgu á komandi tímabili," segir á heimasíðu ÍBV.
Athugasemdir