mán 23. nóvember 2020 14:15
Elvar Geir Magnússon
Pogba æfði í dag
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, vonast til þess að franski miðjumaðurinn Paul Pogba verði klár í Meistaradeildarleikinn gegn Istanbúl Basaksehir á morgun.

„Hann æfði í morgun, sjáum hvernig hann bregst við því," segir Solskjær.

Pogba var ekki með í sigurleik gegn West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni á föstudaginn.

„Luke Shaw er frá, Phil Jones einnig og Jesse Lingard er kominn í sóttkví," segir Solskjær en Lingard var í tengslum við einstakling sem greindist með Covid-19.

Leikur Manchester United og Istanbúl Basaksehir verður klukkan 20:00 annað kvöld. United og RB Leipzig eru með sex stig hvort lið í H-riðli Meistaradeildarinnar en tyrkneska liðið og PSG eru með þrjú.
Athugasemdir
banner