Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 23. nóvember 2020 20:37
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfari Rennes hrósar Giroud: Hann er með magnað viðhorf
Olivier Giroud
Olivier Giroud
Mynd: Getty Images
Julien Stephan, þjálfari Rennes í Frakklandi, hrósar franska framherjanum Olivier Giroud í hástert en þeir tveir mætast í Meistaradeild Evrópu á morgun.

Chelsea er í efsta sæti E-riðils með 7 stig á meðan Rennes er í neðsta sæti með aðeins eitt stig en Frank Lampard, stjóri Chelsea, gæti hvílt nokkra leikmenn á morgun.

Giroud gæti fengið tækifærið í framlínunni en framtíð hans hefur verið rædd töluvert síðustu daga. Hann er lykilmaður í franska landsliðinu og er nálægt því að bæta markametið á meðan hann á erfitt með að fá mínútur hjá Chelsea.

„Þegar ég var að tala um stóra leikmenn í hópnum hjá Chelsea þá var ég að tala um menn sem eru ekki að byrja. Ég var sérstaklega að hugsa um Giroud," sagði Stephan.

„Giroud er magnað dæmi fyrir aðrar leikmenn þegar það kemur að viðhorfi. Þó hann spili aðeins í nokkrar mínútur þá er hann alltaf skuldbundinn verkefninu. Þetta sýnir hversu góður leikmaður hann er, að gefa allt sitt sama í hvaða stöðu hann er," .
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner