Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   þri 23. nóvember 2021 12:30
Elvar Geir Magnússon
Vann gott starf en gat ekki tekið næsta skref
Ole Gunnar Solskjær, fyrrum stjóri United.
Ole Gunnar Solskjær, fyrrum stjóri United.
Mynd: EPA
Henning Berg var samherji Ole Gunnar Solskjær, bæði hjá Manchester United og norska landsliðinu. Berg ræddi við morgunútvarp BBC í morgun um stjóramál United en Solskjær var rekinn á sunnudaginn.

„Hann er toppmaður og ég finn til með honum á ýmsa vegu," segir Berg.

„Hann veit sjálfur vel hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í fótboltanum en tilfinningar hans til United voru augljósar og hversu mikið honum langaði til að stíga næst skref með liðinu. Hann hefur gert vel og liðið verið í nálægð við titla."

„Liðið er nálægt bestu liðunum en vildi taka skrefið alla leið og Solskjær tókst ekki að stíga það. En ef við horfum á stöðuna núna og þegar hann tók við þá tel ég að hann hafi unnið gott starf."

Berg telur að Mauricio Pochettino, sem er mikið í umræðunni, yrði mjög góður kostur fyrir United.

„Þið sjáið hvað hann gerði hjá Southampton og Tottenham, hvernig hann þróaði liðin og leikmennina. Hann spilaði góðan fótbolta," segir Berg.
Athugasemdir
banner