Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 23. nóvember 2022 12:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ronaldo á leið í tveggja leikja bann
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo, sem hefur verið mikið í fréttum undanfarnar vikur, er á leið í tveggja leikja bann.

Ronaldo var fyrir nokkrum vikum ákærður af enska fótboltasambandinu fyrir atburð frá síðustu leiktíð er hann braut síma hjá áhorfanda eftir leik gegn Everton á Goodison Park.

Ronaldo var pirraður er hann tók símann og grýtti honum í jörðina af miklum krafti.

Hinn 37 ára gamli Ronaldo notaði samfélagsmiðla til að biðjast afsökunar á hegðun sinni.

Mirror segir að Ronaldo sé á leið í tveggja leikja bann út af atvinu, og einnig mun hann fá 50 þúsund pund í sekt. Von er á tilkynningu um þetta síðar í dag.

Ronaldo rifti í gær samningi sínum við Man Utd og mun hann byrja í tveggja leikja banni ef hann skrifar undir hjá öðru ensku félagi. Hann hefur verið orðaður við Chelsea og Newcastle.
Athugasemdir
banner
banner