Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fös 24. janúar 2020 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Mbappe vill feta í fótspor Ronaldo
Mynd: Getty Images
Franska ungstirnið Kylian Mbappe segir vera of seint fyrir sig til að feta í fótspor Lionel Messi. Hann geti þó enn fetað í fótspor Cristiano Ronaldo.

Mbappe er talinn meðal bestu leikmanna heims þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gamall. Hann hefur verið að bæta hvert metið fætur öðru spilandi fyrir Paris Saint-Germain en hann hefur verið orðaður við félagaskipti til Real Madrid að undanförnu.

Hann hefur sjálfur sagst vilja spila fyrir Real einn daginn. Ljóst er að hann hefur miklar mætur á Zinedine Zidane, þjálfara Real, og Ronaldo, sem var helsta stjarna félagsins í níu ár.

„Það er of seint fyrir mig til að feta í fótspor Messi - til þess að gera það hefði ég þurft að vera áfram í Mónakó. Án þess að taka neitt af Messi þá lít ég núna til Ronaldo fyrir innblástur," sagði Mbappe.

„Sem barn var Zidane átrúnaðargoðið mitt en eftir að hann hætti varð það Cristiano. Ég tel mig heppinn að hafa mætt honum bæði með félagsliði og landsliði.

„Juventus er sterkara lið með Ronaldo innanborðs. Þetta hefur verið eitt af bestu liðum Evrópu undanfarin ár en það vantaði eitthvað til að gera herslumuninn. Það er Cristiano. Hann er leikmaður sem lætur þig vinna titla.

„Juventus, Real Madrid, Barcelona og Liverpool eru sigurstranglegustu liðin í ár."


PSG mætir spennandi liði Borussia Dortmund í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner