Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 24. janúar 2021 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jóhannes "Big Shuggy" Eðvaldsson elskaður hjá Celtic
Jóhannes spilaði með Celtic frá 1975 til 1980.
Jóhannes spilaði með Celtic frá 1975 til 1980.
Mynd: Getty Images
Þau sorglegu tíðindi bárust í kvöld að Jóhannes Eðvaldsson, fyrrum landsliðsmaður í fótbolta, væri látinn sjötugur að aldri.

Jóhannes spilaði með Val og Þrótti Reykjavík á Íslandi, og kom víða við erlendis. Hann spilaði í Suður-Afríku, í Bandaríkjunum, Danmörku og Þýskalandi.

Hann spilaði einnig með Celtic og Motherwell í Skotlandi. Hann spilaði með Celtic frá 1975 til 1980 og er hann í miklum metum hjá stuðningsmönnum Celtic, sem er stærsta félag Skotlands ásamt Rangers.

Hann var ávallt kallaður "Big Shuggy" í Skotlandi en það er skoskt gælunafn. Jóhannesi var gefið það nafn þar sem það þótti of erfitt að bera fram íslenska nafnið hans.

Stuðningsmenn Celtic og fyrrum liðsfélagar hafa minnst Jóhannesar í kvöld og hér að neðan má sjá brot af því.














Athugasemdir
banner
banner
banner
banner