Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 24. janúar 2021 08:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mix Diskerud farinn frá Man City til Tyrklands (Staðfest)
Mynd: Mix Diskerud/Man City
Í vikunni var tilkynnt um skipti Mikkel Morgenstar Pålssønn Diskerud frá Manchester City til tyrkneska félagsins Denizlispor.

Mikkel, eða Mix eins og hann er oft kallaður, hefur verið á mála hjá Manchester City frá árinu 2018 þegar hann gerði fjögurra og hálfs árs samning. Það vakti furðu hjá nokkrum og margir sem spáðu því að hann myndi ekki spila leik fyrir félagið, sem reyndist raunin. Mix kom frá New York City FC sem er að hluta til í eigu sömu aðila og eiga Manchester City.

Mix varð aldrei hluti af leikmannahópi City og var í þrígang lánaður í burtu. Fyrst var hann hjá Gautaborg, svo hjá Ulsan Hyundai og loks Helsingborg.

Mix er fæddur í Noregi en móðir hans er frá Arizona og því gafst honum kostur á að leika fyrir bandaríska landsliðið. Það er tækifæri sem Mix greip og lék hann 38 landsleiki á árunum 2010-2016. Hann var í leikmannahópi Bandaríkjanna á HM í Brasilíu árið 2014 líkt og Aron Jóhannsson en Mix kom ekki við sögu á mótinu.

Miðjumaðurinn þrítugi skrifar undir eins og hálfs árs samning við tyrkneska félagið sem leikur í efstu deild. Kaupverðið er óuppgefið.


Athugasemdir
banner
banner
banner