Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fös 24. janúar 2025 10:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Man Utd á eftir ungstirni Arsenal
Mynd: Getty Images
Fabrizio Romano greinir frá því að Manchester United hafi sett sig í samband við hinn 18 ára gamla Ayden Heaven, leikmann Arsenal.

Heaven er varnarmaður en hann kom við sögu í fyrsta sinn með aðalliði Arsenal í deildabikarnum í 3-0 sigri á Preston þann 30. október.

Hann er eftirsóttur en Arsenal reynir að halda honum og hefur boðið honum samning.

Þá er Frankfurt einnig á eftir honum en Heaven var mættur á Old Trafford í gær að fylgjast með leik Man Utd og Rangers í Evrópudeildinni samkvæmt Romano.
Athugasemdir
banner
banner