Manchester United og Chelsea hafa verið í miklum samskiptum undanfarið en Alejandro Garnacho hefur verið orðaður við Chelsea.
Sky Sports greinir frá því að Man Utd hafi áhuga á að fá Christopher Nkunku frá Chelsea.
Lundúnarfélagið er hins vegar ekki tilbúið að leyfa honum að fara í janúar en gæti þó freistast til að selja hann ef félagið fær tilboð upp á 70 milljónir punda.
Það þykir ólíklegt að Man Utd hafi efni á því að fá franska sóknarmanninn.
Bayern Munchen er að reyna að kaupa hann en félagið getur líklega ekki fengið hann nema Mathys Tel samþykki að fara í hina áttina.
Athugasemdir