Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 24. febrúar 2021 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Gasperini: Væri áhyggjufullur ef Zidane myndi spila þennan leik
Mynd: Getty Images
Gian Piero Gasperini, þjálfari Atalanta á Ítalíu, er spenntur fyrir stórleiknum gegn Real Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en hann er guðs lifandi feginn að Zinedine Zidane er ekki að spila leikinn.

Gasperini var þjálfari unglingaliðs Juventus er Zidane spilaði með ítalska stórliðinu en hann naut þess að horfa á Frakkann spila.

Zidane er í dag þjálfari Madrídinga en Gasperini veit að það verður erfitt að hafa betur gegn spænska liðinu í þessari viðureign.

Atalanta vann Valencia í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili og vonast Gasperini til að gera slíkt hið sama gegn Madrídingum.

„Ég myndi hafa verulegar áhyggjur af því ef Zidane væri að spila í kvöld en sem betur fer verður hann á bekknum," sagði Gasperini.

„Ég sá hann gera ótrúlega hluti. Ég var þjálfari hjá unglingaliði Juventus þegar hann var að spila þar og ég var oft lengur á æfingasvæðinu til að horfa á hann æfa," sagði hann ennfremur um Zidane.
Athugasemdir
banner