Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 24. febrúar 2021 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Gundogan: Mörkin þýða ekki að ég sé að spila betur en áður
Ilkay Gündogan segist ekki að vera spila betur
Ilkay Gündogan segist ekki að vera spila betur
Mynd: Getty Images
Ilkay Gündogan, miðjumaður Manchester City á Englandi, hefur verið magnaður í undanförnum leikjum með liðinu en hann hefur skorað ellefu mörk í síðustu þrettán deildarleikjum.

City er á flugi í deildinni og er útlit fyrir að liðið vinni ensku úrvalsdeildina á þessu tímabili en Gündogan hefur verið einn besti maður liðsins til þessa.

Hann hefur sýnt það og sannað að hann getur spilað flest hlutverk á miðjunni hvort sem það sé varnarsinnað eða sóknarsinnað.

Gündogan byrjaði að raða inn mörkum í desember og hefur verið þeirra helsta vopn í titilbaráttunni en hann segir að það sé enginn munur á honum á þessu tímabili og þegar liðið vann deildina árið 2019.

„Mér finnst ég ekki vera að spila betur. Ég er að spila meira sóknarsinnað hlutverk núna og reyna að vera hættulegri fram á við sem leiðir að fleiri mörkum. Þó ég sé að skora mörk þýðir ekki að ég sé að spila betur," sagði Gündogan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner