Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 24. febrúar 2021 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin í dag - Man City spilar í Búdapest
Man City spilar við Gladbach í Búdapest
Man City spilar við Gladbach í Búdapest
Mynd: Getty Images
Fyrri leikjunum í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu lýkur í kvöld en Borussia Monchengladbach og Manchester City eigast við á Puskás-leikvanginum í Búdapest.

Gladbach getur ekki spilað heimaleik sinn í Þýskalandi vegna kórónaveirunnar og því mætir liðið Manchester City í Ungverjalandi en leikurinn hefst klukkan 20:00.

Á sama tíma spilar Atalanta við Real Madrid á Ítalíu. Meiðslalisti Madrídinga er langur og ferðuðust aðeins ellefu leikmenn aðalliðsins með liðinu en Zinedine Zidane verður með mikið af ungum leikmönnum á bekknum í þessari viðureign.

Leikir dagsins:
20:00 Atalanta - Real Madrid
20:00 Borussia M. - Manchester City
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner