Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 24. febrúar 2021 10:30
Magnús Már Einarsson
Rannsaka kynþáttafordóma í garð Zlatan
Mynd: Getty Images
UEFA hefur hafið rannsókn á kynþáttafordómum sem Zlatan Ibrahimovic varð fyrir í leik Rauðu Stjörnunnar og AC Milan í Evrópudeildinni í síðustu viku.

Leikurinn fór fram á heimavelli Rauðu Stjörnunnar í Serbíu en engir áhorfendur voru á vellinum fyrir utan nokkra aðila sem voru í VIP hólfinu á vellinum.

Zlatan, sem á ættir að rekja til Bosníu, varð fyrir kynþáttafordómum frá aðila sem sat í VIP hólfinu.

Zlatan var ónotaður varamaður í leiknum en UEFA rannsakar nú málið.

Rauða Stjarnan sendi frá sér yfirlýsingu í síðustu viku þar sem Zlatan var beðinn afsökunar og félagið sagðist jafnframt ætla að hjálpa til við að finna sökudólginn.
Athugasemdir
banner
banner