
Catarina Macario fór á kostum þegar bandaríska landsliðið vann stórsigur á Íslandi í hreinum úrslitaleik um sigur á SheBelieves æfingamótinu síðastliðna nótt.
Macario var gríðarlega öflug sem fremsti leikmaður bandaríska liðsins. Hún skoraði tvö glæsileg mörk í fyrri hálfleiknum.
Macario er aðeins 22 ára gömul. Hún var mögnuð í háskólaboltanum í Bandaríkjunum þar sem hún lék með Stanford Cardinal. Það er ástæða fyrir því að hún fór beint úr háskólaboltanum til Lyon, sem er eitt allra besta félagslið í heimi.
Hún er að taka sín fyrstu skref með hinu ógnarsterka liði Bandaríkjanna, en leikurinn gegn Íslandi gæti haft mikil áhrif fyrir hana. „Hún hefur á köflum sýnt hvað hún getur frá því hún lék sinn fyrsta landsleik í janúar á síðasta ári, en þessa miðvikudags verður mögulega minnst sem þess dags þar sem hún sýndi það og sannaði að hún er stjarna," segir í grein Goal.
Næsta kynslóð hjá Bandaríkjunum fékk tækifæri á þessu móti og var það Macario sem var fremst á meðal jafningja. Þarna er mögulega á ferðinni næsta stjarnan í hinu magnaða liði Bandaríkjanna. „Cat er sérstakur leikmaður," sagði Vlatko Andonovski, þjálfari besta landsliðs í heimi, eftir sigurinn á Íslandi.
„Hún er leikmaður með sérstaka eiginleika og hún skoraði tvö mörk sem voru í heimsklassa. Það á sýna þessi mörk út um allan heim."
Macario er fjölhæfur leikmaður, en hún hefur sýnt það og sannað að hún er markaskorari af guðs náð. Hún gekk í raðir Lyon fyrir ári síðan og er nú þegar búin að skora 14 mörk í 20 deildarleikjum. Hún lék sem fremsti leikmaður Bandaríkjanna gegn Íslandi, en hún getur einnig leyst að spila út á kanti og inn á miðsvæðinu. Hún er í raun draumaleikmaðurinn fyrir þjálfarann.
Það er núna lúxusvandamál fyrir Andonovski að koma henni í liðið þegar stjörnurnar - eins og Alex Morgan og Megan Rapinoe - koma til baka.
Hér að neðan má sjá mörkin sem hún skoraði gegn Íslandi.
FROM THE CORNER OF THE BOX!!!!
— U.S. Soccer WNT (@USWNT) February 24, 2022
Get in, @catarinamacario 🇺🇸#SheBelievesCup x @Visa pic.twitter.com/TMSZ5h62EE
No. 2 for @catarinamacario 😼#SheBelievesCup x @Visa pic.twitter.com/XxxlAeQkIg
— U.S. Soccer WNT (@USWNT) February 24, 2022
Athugasemdir