Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 24. febrúar 2024 22:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arteta: Öll mörkin rata kannski ekki á YouTube
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta stjóri Arsenal var hæstánægður með þægilegan sigur liðsins gegn Newcastle í kvöld.

Leiknum lauk með 4-1 sigri Arsenal þar sem liðið var með ótrúlega yfirburði sérstaklega í fyrri hálfleik.

„Það var allt gott við þetta. Hvernig við byrjuðum, ákefðin og jákvæði fótboltinn sem við sýndum frá upphafi, liðið vildi ekki hætta. Þeir héldu áfram að reyna skora. Andrúmsloftið var magnað og við spiluðum á móti mjög mjög góðu liði svo ég er hæstánægður," sagði Arteta.

Arteta er alveg sama hvernig liðið skorar mörkin.

„Ég kann að meta öll mörk, sum eru skrítnari en önnur og rata kannski ekki inn á YouTube en gilda jafn mikið. Við erum að skora mismunandi mörk og það er mjög jákvætt," sagði Arteta.


Athugasemdir
banner
banner